Fundarstaður: Kolibri
Mætt: Hjalti, Ragga, Jonni (ritari) og Birta
- Vefvikan rædd - Búa til Facebook viðburð með dagsetningum
- Birta með góða innkomu - er búin að vera að taka til í reikningunum og koma því í lag
- Reikningar fyrir innsendingarnar komnar út og reikningar í lagi
- Birta leggur til að félagagjöldin verði færð til í upphafi árs í stað lok árs, mögulega í skrefum
- Rætt um stefnumótun SVEF í byrjun æsta árs. Ræða tilgangs félagsins osfrv.
- Skoða tekjuliði samtakanna, sbr. fordrykkur á Íslensku vefverðlaununum, rukka inn á Íslensku vefverðlaunin, hvað fær félagi fyrir félagsgjöldin.
- Rædd hugmynd um að senda út ánægjukönnun á meðlimi eftir viðburði
- Endurskoða Tríó-format-ið á næsta ári
- Birta á fund með Hörpu fljótlega til að fara yfir skipulag fyrir íslensku vefverðlaunin
- Rætt um áreiti vegna pósta. Allir í stjórn fá [email protected] - Stendur til að búa til [email protected] og Birta mun fá sitt eigið e-mail sem er [email protected]. Stjórn heldur áfram að fá [email protected]
- Verðlaunagripir fyrir Íslensku vefverðlaunin eru á dagskrá - Birta sér um það
- Rukka inn á Íslensku vefverðlaunin - þarf að ákveða verð fyrir félagsmenn vs. aðra
- Hægt að skrá sig í félagið á svef.is eða mögulega að geta flett upp kennitölu til að sjá hvort viðkomandi sé félagi eða ekki
- Löngu kominn tími á að setja nýjan svef.is vef í loftið - Ræða við Benna og Óla
- Fyrirlesarar fyrir iceweb light - þarfa að fara í það mál núna
- Skoða að vera með smárétti eða mat fyrir verðlaunin