Skip to content

Latest commit

 

History

History
142 lines (107 loc) · 8.69 KB

readme.md

File metadata and controls

142 lines (107 loc) · 8.69 KB

Vefforritun 1, 2024

Hér má nálgast allt námsefni, dæmi og verkefni í áfanganum vefforritun 1 kenndan við HÍ haustið 2024.

Sjá yfirferð í fyrirlestri 1 um hvernig uppbygging á námskeiðinu og námsefni er.

Kennsluáætlun

Vika Mánudagur Viðfangsefni Verkefni Skil
1 19. ágúst Kynning; inngangur; HTML; Netlify Verkefni 1
2 26. ágúst Element; töflur, listar, form; að skrifa HTML; aðgengi & SEO Verkefni 2 Verkefni 1
3 2. september CSS; box model; specificity og cascade; visual formatting; Letur & litir Verkefni 3 Verkefni 2
4 9. september Flexbox; CSS virkni & stuðningur Verkefni 4 Verkefni 3
5 16. september Skalanlegir vefir; hönnun; grid; kvikun Verkefni 5 Verkefni 4
6 23. september Gestafyrirlestur um hönnun; node.js & npm; Sass & Stylelint; CSS í stærri verkefnum Verkefni 6; Hópverkefni 1 Verkefni 5
7 30. september Git & GitHub; JavaScript: gildi, týpur, virkjar Verkefni 6
8 7. október JavaScript: stýriskipanir, föll, fylki, hlutir Verkefni 7
9 14. október Einingar; forritun á vef: DOM og atburðir Verkefni 8 Verkefni 7
10 21. október Ósamstillt forritun; HTTP & form; ajax; eslint Verkefni 9; Hópverkefni 2 Verkefni 8; Hópverkefni 1
11 28. október Tæki & tól; villumeðhöndlun; reglulegar segðir; fallaforritun Verkefni 10 Verkefni 9
12 4. nóvember Hlutir; HTML5 og Web APIs; prófanir Verkefni 10
13 11. nóvember Aðstoð, umræður; verkefnatími; upplýsingar um lokapróf
14 18. nóvember Samantekt og upprifjun; aðstoð; umræður Hópverkefni 2

Nánar er fjallað um kennsluáætlun og námsefni í viku 1 og sýnd yfirferð á námsefni hér á GitHub.

Kennslualmanak háskólaárið 2024–2025.

Lokapróf

Lokapróf verður Inspera heimapróf haldið þriðjudaginn 26. nóvember 2024 kl. 09:00–12:00.

Sjá nánar um lokapróf.

Vikublöð

Hvert vikublað samanstendur af:

  • Fyrirlestrum vikunnar, vísun í upptekna fyrirlestra og hugsanlega aukaefni tengt þeim.
  • Námsefni, lesefni og lykilhugtök fyrir vikuna.
  • Dæmi tengd fyrirlestrum og lesefni, skoða ætti og keyra dæmi meðfram uppteknum fyrirlestrum. Farið verður yfir að einhverju leiti í tíma.
  • „Verkefni vikunnar“ inniheldur verkefni fyrir vikuna sem nemendur vinna: í tímum, dæmatímum og sjálfstætt.
  • Lykilhugtök sem farið er yfir í vikunni.

Námsefni og lesefni

Allt námsefni og lesefni er undir namsefni/.

Hægt er að skoða dæmi á sér vef.

Lykilhugtök

Samansafn af öllum lykilhugtökum, lýsingu á þeim og tengingar við vikur.

Fyrirlestrar

Fyrirlestrar eru haldnir 15:00-17:20 á mánudögum.

Námsefni vikunnar er sett inn í vikunni áður. Fyrirlestrarnir sjálfir fara í nánari yfirferð á mikilvægum atriðum úr fyrirlestrum, yfirferð á dæmum og umræður.

Upptökur af öllum fyrirlestrum á YouTube.

Dæmi

Öll dæmi eru undir viðeigandi námsefni í daemi/ möppu.

Til að sækja dæmi er hægt að sækja allt efni frá þessu GitHub repo með því að nota „download“ virkni eða opna vef útgáfu af dæmum þar sem hægt er að skoða þau beint í vafra.

Vikur

Verkefni

Verkefni eru sett fyrir formlega í fyrirlestri á mánudegi (þau gætu verið gerð aðgengileg fyrr) og skal skila fyrir lok fimmtudags (seinasta lagi 23:59) vikunni eftir. Sýnilausn er gerð aðgengileg á föstudegi eftir skil.

Öll skil fara fram á Canvas.

Hópverkefni

  • Hópverkefni 1.
    • Sett fyrir í kringum 23. september, skilist 24. október.
  • Hópverkefni 2.
    • Sett fyrir í kringum 21. október, skilist 22. nóvember.

Dæmatímar

Dæmatímar eru í vikum 2–14.

Sjá á Uglu og Canvas síðu námskeiðs.